Um Fló

Fló er sérverslun á Klapparstíg sem selur vandaða barna- og dömuskó.

Við kappkostum að bjóða sterka og  þægilega skó úr bestu fáanlegu efnum og trúum því að góðir skór séu mikilvægur þáttur í almennri vellíðan og eðlilegum þroska fóta.

Fæturnir eru undirstaða líkamans og því mikilvægt að hugsa vel um þá frá upphafi.  Lengi býr að fyrstu gerð. Fóturinn samanstendur af 26 beinum og hjá börnum eru þau ennþá brjósk.  Það er því mikilvægt að vanda valið á barnaskóm. Tryggja þarf að skórinn sé í réttri stærð og þrengi hvergi að, vegna þess að fóturinn aðlagast skónum og mótast eftir honum. Skórinn þarf að vera þægilegur og mjúkur svo hann gefi réttan stuðning fyrir fætur í mótun..

Við erum alltaf að leita að góðum framleiðendum sem bjóða vönduð efni og fallega hönnun. Við leggjum líka upp úr að þeir sýni samfélagslega ábyrgð í verki. Kynnið endilega framleiðendur okkar en þeir eru m.a. Angulus, ART, El Naturalista, Froddo, Superfit MP og fleiri.